Anish Giri er efstur eftir annan dag undanrása Skilling Open sem fram fór í gær á Chess24. Hollendingurinn var í sannkölluðum jafnteflisgír í gær og gerði jafntefli í öllum umferðunum fimm en það dugði til að vera í forystu. Magnús Carlsen, Wesley So og Ding Liren eru í 2.-4. sæti með 6 vinninga en átta efstu ávinna sér keppnisrétt í útsláttarkeppni.

Nánar má lesa gang gærdagsins á Chess24.

Áfram verður teflt í dag þegar fimm síðustu umferðir undankeppninnar fara fram. Taflmennskan hefst kl. 17.

- Auglýsing -