Séð yfir mótstalinn. Mynd: Alina l'Ami, Tata Steel Chess Tournament 2021

Það gengur mikið á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee. Í sjöttu umferð unnu Jorden Van Foreest (2671) og Alireza Firouzja (2749) sínar skákir. Nils Grandelius gerði jafntefli við Fabiano Caruana (2823). Öðrum skákum lauk með jafntefli. Svíinn var því einn efstur eftir sjöttu umferð.

Séð yfir mótstalinn. Mynd: Alina l’Ami, Tata Steel Chess Tournament 2021

Í sjöundu umferðinni gekk hins vegar mikið á þegar aðeins tveimur skákum af sjö lauk með jafntefli. Þar á meðal skák Magnúsar Carlsen við Pentala Harikrishna. Sjötta jafntefli heimsmeistarans í röð. Fabiano Caruana, Anish Giri, Selfyssingurinn Andrey Esipenko, Firouzja og Van Foreest unnu sínar skákir. Giri lagði forystusauðinn Nils Grandelius að velli.

Úrslit 6. og 7. umferðar

Van Foreest, Giri, Caruana og Firouzja eru efstir og jafnir með 4½ vinning. Fjórir skákmenn háfa hálfum vinningi minna og þar á meðal Norðurlandabúarnir Carlsen og Grandelius.

Mótstaflan

 

Áttunda umferð fer fram í dag. Carlsen teflir við Esipenko og Caruana og Giri mætast.

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -