Vel heppnað mót í Hlöðunni! Mynd: Helgi Árnason

Rúmlega 40 grunnskólanemendur mættu á velheppnað Vetrarleyfisskákmót Fjölnis í Hlöðunni við frístundamiðstöð ÍTR í Gufunesbæ. Flestir þátttakendur voru Grafarvogsbúar en TR ingar áttu þarna líka öfluga fulltrúa. Aðstæður til taflmennsku gerast vart betri en í Gufunesbæ. Tefldar voru 6 umferðir og í lokin voru veitt 21 verðlaun og happadrætti.

Teflt var í tveimur flokkum, drengja-og stúlknaflokki. Í fyrri flokknum tefldu 24 drengir og baráttan var jöfn og spennandi. Keppnisglaðir TR ingar enduðu í fjórum efstu sætunum. Hnífjafnir urðu þeir Benedikt Þórisson, Kristján Dagur Jónsson og Adam Ómarsson með 5 vinninga af sex. Þeir tefldu allir innbyrðis og fengu sinn vinninginn hver. Næstur þeirra kom Jósef Ómarsson með 4,5 vinninga, tapaði aðeins fyrir Adam bróður sínum og gerði eitt jafntefli. Aðrir í verðlaunasætum; Ísak Ernir Guðmundsson, Tristan Fannar Jónsson, Emil Kári Jónsson, Aron Örn Hlynsson og Einar Dagur Björgvinsson.

Frá drengjaflokknum. Kristján Dagur Jónsson og Benedikt Þórisson Mynd: HÁ

Í stúlknaflokki tefldu 19 stúlkur, allar úr Rimaskóla þar sem breiddin er ótrúlega mikil og áhuginn ósvikinn. Emilía Embla B. Berglindardóttir gaf engin grið og sigraði örugglega, sú eina á vetrarleyfisskákmótinu sem vann allar sínar skákir. Í öðru sæti kom Sóley Kría Helgadóttir með 5 vinninga. Aðrar í verðlaunasætum með 4 vinninga urðu þær María Lena Óskarsdóttir, Nikola Klimaszewska, Sigrún Tara Sigurðardóttir, Nanna Gunnlaugsdóttir og Fanney Bára Finnsdóttir.

Emilía Embla til vinstri vann stúlknaflokkinn. Mynd: HÁ

Skákstjórar voru þeir Helgi, Erlingur og Gunnlaugur stjórnarmenn skákdeildarinnar.

Skákdeild Fjölnis vill í lokin þakka Haffa og starfsfólki Gufunesbæjar fyrir afnot af Hlöðunni góðu.

- Auglýsing -