Undanúrslitum boðsmóts Magnúsar Carlsen lauk í gær á Chess24. Ian Nepomniachtchi gerði sér lítið fyrir sló út heimsmeistarann sjálfan eftir spennandi einvígi. Nepo vann fyrra einvígið en Carlsen náði að jafna metin með sigri í því síðari. Rússinn hafði hins vegar betur í hraðskákframlengingu. Anish Giri vann bæði einvígin gegn Wesley So.

Það verða því Nepo og Giri sem tefla til úrslita. Carlsen og So tefla um þriðja sætið.

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -