Rússneskir fjölmiðlar ræða við Nepo. Mynd: Lennart Ootes.

Áskorendamótinu lauk í gær í Katrínarborg. Mikið gekk á í lokaumferðinni og meðal annars töpuðu tveir efstu menn sínum skákum. Nepo (2789) tapaði fyrir Ding Liren (2791) sem “vann” seinni hluta mótsins og Giri gegn Alekseenko. MVL (2758) vann Wang Hao (2763) og náði um leið öðru sætinu á mótinu. Giri og Ding Liren enduðu í 3.-4. sæti. Að móti loknu tilkynnti Wang Hao að hann væri hættur atvinnumennsku í skák.

Sjá Chess.com.

Lokastaðan

  • FIDE (opinbera útsendingin)
  • Chess24 (Magnús Carlsen meðal lýsenda)
  • Chess.com (Anand og fleiri)
- Auglýsing -