Lokaumferð Skákþings Íslands hefst kl. 15 í dag. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni og svo getur farið að fjórir keppendur verði efstir og jafnir. Hjörvar Steinn Grétarson stendur óneitanlega langbest að vígi – enda einn efstur. Skoðum mögleikana en byrjum á því að skoða hverjir mætast í lokaumferðinni og stöðuna fyrir hana.

Viðureignir dagsins:

  • Hjörvar Steinn Grétarsson (6) – Sigurbjörn Björnsson (2)
  • Hannes Hlífar Stefánsson (4) – Jóhann Hjartarson (5½)
  • Bragi Þorfinnsson (5) – Vignir Vatnar Stefánsson (4½)
  • Guðmundur Kjartansson (5) – Alexander Oliver Mai (½)
  • Björn Þorfinnsson (3½) – Helgi Áss Grétarsson (4)

Staðan

Hverjir eru möguleikarnir?

Vinni Hjörvar Sigurbjörn verður hann Íslandsmeistari í skák 2021.

Jafntefli gæti dugað Hjörvari ef Jóhann Hjartarson vinnur ekki Hannes Hlífar Stefánsson. Verði það hins vegar niðurstaðan að Hjörvar geri jafntefli og Jóhann vinni þurfa þeir að tefla til þrautar á laugardaginn um titilinn.

Tap hjá Hjörvar býður á alls konar möguleika. Það gæti dugað til sigurs tapi Jóhann og hvorki Bragi né Guðmundur vinni sínar skákar. Vinni hins vegar Jóhann dugar það honum til að vinna titilinn. Tapi Hjörvar og geri Jóhann jafntefli verða þeir efstir og jafnir. Þá gætu hins vegar Bragi og Guðmundur náð þeim að vinningum. Það er því fjarlægur möguleiki á því að fjórir keppendur verði efstir og jafnir!

Skákvarpið

Vefútsending hefst kl. 15 og skákskýringar Ingvars Þórs Jóhannessonar á milli 16:00 og 16:30.

Umfjöllun Ingvars um skák dagsins í gær

Kópavogur, Arion banki, Brim og Teva styðja á myndarlegan hátt við mótshaldið.

Helstu tenglar

- Auglýsing -