Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-2021 fer fram dagana 14.-16. maí nk. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Íslands, Faxafeni 12.
Aðeins verður teflt í 1. og 2. deild. Búið er að aflýsa 3. og 4. deild. Gildir þar staðan eftir fyrri hlutann sem lokastaða varðandi tilfærslur á milli deilda.
Taflmennska í fyrstu deild hefst föstudagskvöldið, 14. maí, kl. 19:30 en taflmennska í 2. deild hefst laugardaginn, 15. maí kl. 11.
Umferðartafla
|
Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.
Skáksamband Íslands mun greiða ferðakostnað utan stór-Reykjavíkursvæðisins samkvæmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild. Miða skal við einn brottfararstað á hverju svæði, t.d. Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð.
Minnt er á ný skáklög Skáksambands Íslands. Nýtt fyrirkomulag með sex liða úrvalsdeild, þar sem tefld verður tvöföld umferð, verður tekið upp keppnistímabilið 2021-22.
Sóttvarnareglur
Allar sóttvarnareglur verða hafðar að leiðarljósi. Nánari leiðbeiningar verða sendar til félaganna fyrir mót.
Mótið á Chess-Results
Deildaskipting 2021-22
Skipting í deildir 2021-22 verður samkvæmt lokaniðurstöðu keppninnar 2019-21 sem hér segir:
- Úrvalsdeild: Sex efstu sveitir 1. deildar.
- 1. deild: Sveitirnar úr 7.‒10. sæti í 1. deild og í 1.‒4. sæti í 2. deild
- 2. deild: Sveitirnar úr 5.‒8. sæti úr 2. deild og 1.‒4. sæti úr 3. deild
- 3. deild: Sveitirnar úr 5.‒9. sæti úr 3. deild og þrjár efstu sveitirnar úr 4. deild.
- 4. deild: Aðrar sveitir.
Lög og reglur
- Skáklög Skáksambands Íslands (17.-21. grein)
- Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga