Önnur deildin fer fram í húsnæði Bridgesambandsins, Síðumúla 37.

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-21 fer fram um helgina. Keppnin hófst 10. október 2019 og lýkur 16. maí 2021. 591 dagur líður á milli fyrstu og síðustu umferðar! Þriðju og fjórðu deild er aflýst en erfitt var að koma þeim einnig fyrir vegna samkomutakmarkana. Staðan eftir fyrri hluta gildir þar sem lokastaða varðandi tilfærslur á milli deilda.

Fyrsta deildin fer fram húsnæði Skáksambands Íslands og Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Önnur deildin fer fram í húsnæði Bridgesambands Íslands, Síðumúla 37.

Að lokum

Góð úrslitaþjónusta verður um helgina og reynt að færa inn úrslit jafnóðum í báðum deildum. Beinar útsendingar verða frá toppbaráttunni í fyrstu deild.

Minnt er á að ekki er hægt að fara á milli hólfa í sömu umferð. Sérstaklega er áréttað að finni menn til einhverra einkenna sem gætu bent til Covid-19 er stranglega bannað að mæta á skákstað.

Hólfaskipting

Hólf 1 Hólf 2 Hólf 3
1. deild 1. deild 2. deild
TR Bridge
Föstudagurinn, 14. maí, kl. 19:30
Fjölnir-Víka Huginn-TRb Ekki teflt
Breiðablik-TRa SA-Víkb
TG-SSON
Laugardagurinn, 15. maí, kl. 11:00
SSON-Huginn Víkb-Fjölnir 2. deild
TRa-TG TRb-SA
Víka-Breiðablik
Laugardagurinn, 15. maí, kl. 17:00
TG-Víka Fjölnir-Breiðablik 2. deild
Huginn-TRa Víkb-TRb
SA-SSON
Sunnudagurinn, 16. maí, kl. 11:00
SSON-Víkb TRb-Fjölnir 2. deild
TRa-SA Breiðablik-TG
Víka-Huginn
- Auglýsing -