Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-21 hófst í kvöld þegar fyrsta deildin hófst. Á morgun hefst svo önnur deildin þar sem teflt er í húsnæði Bridgesambandsins, Síðumúla 37.

Tvær viðureignir eru sýndar beint í fyrstu umferð. Annars vegar viðureign Víkingaklúbbsins og Taflfélags Garðabæjar og hins vegar SSON og Fjölnis.

Í fyrramálið verða viðureignir Víkingaklúbbsins og Breiðabliks og SSON og Hugins í beinni.

Að lokum

Góð úrslitaþjónusta verður um helgina og reynt að færa inn úrslit jafnóðum í báðum deildum. Beinar útsendingar verða frá toppbaráttunni í fyrstu deild.

Minnt er á að ekki er hægt að fara á milli hólfa í sömu umferð. Sérstaklega er áréttað að finni menn til einhverra einkenna sem gætu bent til Covid-19 er stranglega bannað að mæta á skákstað.

Hólfaskipting

Hólf 1 Hólf 2 Hólf 3
1. deild 1. deild 2. deild
TR Bridge
Föstudagurinn, 14. maí, kl. 19:30
Fjölnir-Víka Huginn-TRb Ekki teflt
Breiðablik-TRa SA-Víkb
TG-SSON
Laugardagurinn, 15. maí, kl. 11:00
SSON-Huginn Víkb-Fjölnir 2. deild
TRa-TG TRb-SA
Víka-Breiðablik
Laugardagurinn, 15. maí, kl. 17:00
TG-Víka Fjölnir-Breiðablik 2. deild
Huginn-TRa Víkb-TRb
SA-SSON
Sunnudagurinn, 16. maí, kl. 11:00
SSON-Víkb TRb-Fjölnir 2. deild
TRa-SA Breiðablik-TG
Víka-Huginn
- Auglýsing -