Donchenko og Demschneko fara fyrir sveit SSON.

Síðari hluti Íslandsmót skákfélaga 2019-21 hófst í gær eftir nærri 600 daga hlé. Það átti að tefla í mars 2020 en heimsfaraldur Covid19 kom í veg fyrir það. Núna ári seinna er loksins unnt að klára mótið!  tvær umferðir verða tefldar í dag. Sú fyrri hefst kl. 11 og sú síðari kl. 17.

Liðsskipan margra liða ber heimsfaraldurins merkis. Mun minna er um erlenda skákmenn en þeir eru þó sumir sem hafa látið sig hafa það að taka hér fimm daga sóttkví til að tefla og má þar nefna Selfyssingana Alexander Donchenko og Anton Demchenko.

Mörg liðin eru því mun veikari en í fyrra hlutanum en liðin sem treysta minna á erlenda á skákmenn koma áþekk til leiks og þá.

Héðinn vann Jóhann.

Mestu athygli í gær vakti viðureign Íslandsmeistara Víkingaklúbbsins, sem hafði tveggja vinninga forskot á SSON, og Fjölnis. Svo fór að Fjölnismenn náði 4-4 jafntefli á Íslandsmeistarana þar sem Héðinn Steingrímsson (Fjölni) lagði Jóhann Hjartarson (Víkingaklúbbnum) að velli. Á sama tíma unnu Selfyssingar stórsigur, 6½-1½, á Taflfélagi Garðabæjar, og eru því komnir með hálfs vinnings forskot á Víkingana.

Hannes og Hjörvar fara fyrir sveit Hugins.

Huginn, sem vann 7½-½ sigur á b-sveit Taflfélags Reykjavíkur virðist hafa möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna. Sveitin er nú 3½ vinning á eftir SSON en er eingöngu skipuð Íslendingum og hefur sennilega sterkustu sveitina í síðari hlutanum. Huginn á eftir mæta bæði SSON og Víkingum.

Staðan

Sex efstu lðin fá keppnisrétt í Úrvalsdeild að ári. SSON, Víkingaklúbburinn og Huginn virðast vera örugg um sæti. Fimm lið berjast um hin þrjú sætin og eiga mikið eftir að mætast innbyrðis.

Guðmundur FIDE-meistari vann Guðmund stórmeistara.

TR vann Breiðablik í afar mikilvægri viðureign í baráttunni um sæti í úrvalsdeild með minnsta mun þar sem Bolvíkingurinn Guðmund Gíslason (Breiðablik) vann nýjasta stórmeistara Íslendinga, Guðmund Kjartansson (TR).

Skákfélag Akureyrar vann stórsigur á b-sveit Víkinga

Skákfélag Akureyrar, sem hefur að skipa afar þéttri sveit, vann stórsigur 7½ á b-sveit Víkingaklúbbsins og styrkir þar sig verulega í baráttunni um úrvalsdeildarsæti.

Öll einstaklingsúrslit sjöttu umferðar má finna hér.

Tvær viðureignir verða í beinni í fyrri umferð dagsins. Annars vegar viðureign SSON og Hugins og hins vegar Víkingaklúbbins og Breiðabliks.

Viðureignir sjöundu umferðar

2. deild

Önnur deildin hefst í dag. Teflt er í húsnæði Bridgesambands Íslands, Síðumúla 37. Fjögur efstu sætin ávinna sér keppnisrétt í nýrri 1. deild (næstefstu deild) en liðin í 5.-8. sæti enda í nýrri 2. deild.

Skákdeild KR, b-sveit norðanmanna og Eyjamenn standa þar langbest að vígi.

Sóttvarnir

Minnt er á að ekki er hægt að fara á milli hólfa í sömu umferð. Sérstaklega er áréttað að finni menn til einhverra einkenna sem gætu bent til Covid-19 er stranglega bannað að mæta á skákstað.

Hólfaskipting

Hólf 1 Hólf 2 Hólf 3
1. deild 1. deild 2. deild
TR Bridge
Laugardagurinn, 15. maí, kl. 11:00
SSON-Huginn Víkb-Fjölnir 2. deild
TRa-TG TRb-SA
Víka-Breiðablik
Laugardagurinn, 15. maí, kl. 17:00
TG-Víka Fjölnir-Breiðablik 2. deild
Huginn-TRa Víkb-TRb
SA-SSON
Sunnudagurinn, 16. maí, kl. 11:00
SSON-Víkb TRb-Fjölnir 2. deild
TRa-SA Breiðablik-TG
Víka-Huginn
- Auglýsing -