Henrik tekur við sigurlaununum. Mynd: Heimasíða danska skáksambandsins.

Dagana 30. maí – 5. júní fór fram meistaramót Danmerkur í flokki öldunga 50 ára og eldri.

Henrik Danielsen (2516) kom sá og sigraði. Stórmeistarinn íslenski hlaut 6½ af sjö möguleikum. Hann varð hins vegar ekki skákmeistari Danmerkur þar sem hann er íslenskur ríkisborgari. Titilinn fékk því FIDE-meistarinn Poul Rewitz (2275) sem varð annar með 6 vinninga.

Lokastaðan

Nánar á heimasíðu danska skáksambandsins. 

 

- Auglýsing -