Skáksamband Íslands, Taflfélag Reykjavíkur og Menningarfélagið Miðbæjarskák munu halda glæsilega Sumarmótaröð á næstu vikum og mánuðum. Mótaröðin er styrkt af verkefninu Reykjavík Sumarborg.

Fyrirkomulagið verður þannig að haldin verða fjögur hraðskákmót hér og þar um borgina og keppt verður um glæsilegan verðlaunasjóð fyrir bestan samanlagðan árangur í þremur mótum af fjórum.

Dagskrá mótanna:

Laugardagurinn 26. júní klukkan 13. Mjóddarmótið, haldið í göngugötunni í Mjóddinni. Skáksamband Íslands heldur mótið. Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 4+2. Heildarverðlaun eru 50.000 kr.

Sunnudagurinn 11. júlí klukkan 14. Viðeyjarmótið, haldið í Viðeyjartofu. Menningarfélagið Miðbæjarskák og Taflfélag Reykjavíkur halda mótið í samstarfi við Borgarsögusafnið. Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 4+2.

Sunnudagurinn 15. ágúst klukkan 14. Árbæjarsafnsmótið, haldið á Árbæjarsafninu. Taflfélag Reykjavíkur heldur mótið. Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 4+2.

Þriðjudagurinn 17. ágúst klukkan 16. Borgarskákmótið, haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn halda mótið. Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 4+2.

Verðlaun fyrir bestan árangur í þremur mótum af fjórum:

  1. 100.000 kr.
  2.   50.000 kr.
  3.   25.000 kr.
  4. Aukaverðlaun: 25.000

Stigakeppni sumarmótaraðarinnar virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10. sætin. 1 stig fyrir 10. sæti, 2. stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Í 1. sæti í hverju móti verða hins vegar 12 stig veitt. Stigakeppnir  með sama sniði verða einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaunin. Þrjú bestu mót hvers þáttakanda gilda. Notast verður með sömu oddastig* í öllum mótunum fjórum.

*Oddastigaútreikningur

  1. Bucholz -1
  2. Bucholz
  3. Sonneborn-Berger
  4. Innbyrðis úrslit
- Auglýsing -