Frá skákstað. Mynd: Lennart Ootes.

Í gær hófst at- og hraðskákmót í París. Mótið er hluti af Grand Chess Tour. Tíu keppendur taka þátt. Um er að ræða fimm daga mót. Fyrsta 3 dagana eru tefldar atskákir (einföld umferð) sem gildir tvöfalt. Síðustu tvo dagana eru tefldar hraðskákir (tvöfalda umferð) sem gildir einfalt.

Ian Nepomniachtchi (2792) er meðal keppenda. Vladimir Kramnik tekur einnig þátt en eingöngu í hraðskákhlutanum.

Í gær voru tefldar þrjár fyrstu umferðirnar í atskák. Efstir og jafnir með 2 vinninga eru Peter Svidler (2714), Levon Aronian (2781), Ian Nepomniachtchi (2792) og Wesley So (2770).

Í dag verða svo tefldar umferðir 4-6.

Nánar á Chess.com.

 

- Auglýsing -