Mjóddarmótið 2021 fer fram laugardaginn 26. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótið hefst um kl. 13. Mótið stendur í um tvær klukkustundir og er mótið öllum opið. Mótið er fyrsta mótið í Sumarmótaröðinni*, þar sem heildarverðlaunin eru 200.000 kr. sem SÍ stendur að ásamt, Taflfélagi Reykjavíkur og Miðbæjarskák. Mótaröðin er stutt af Reykjavík Sumarborg. 

Mjóddarmótið á sér langa sögu og fór fram fyrst fram árið 1999 í göngugötunni í Mjódd. Hét reyndar Kosningamót Hellis fyrsta árið enda haldið á kosningadaginn. Taflfélagið Hellir stóð fyrir mótinu í upphafi og síðar tók Skákfélagið Huginn við mótshaldinu. Mótshaldið hefur hins vegar legið niður síðan 2018 þar til nú. Það er Skáksambandið sem stendur að því að endurvekja mótið.

Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik. Engin þátttökugjöld.

Lokað verður fyrir skráningu, föstudaginn, 25. júní, kl. 16.00

Verðlaun eru sem hér segir:

  1. 25.000
  2. 15.000
  3. 10.000

Við skiptingu verðlauna verður stuðst við Hort-kerfið. Þó fá að hámarki þrír efstu að loknum stigaútreikningi* verðlaun.

*Stigaútreikningur

  1. Bucholz -1
  2. Bucholz
  3. Sonneborn-Berger
  4. Innbyrðis úrslit

**Í sumarmótaröðinni er keppt um 200.000 króna verðlaunasjóð. Stigakeppni sumarmótaraðarinnar virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10. sætin. 1 stig fyrir 10. sæti, 2. stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Í 1. sæti í hverju móti verða hins vegar 12 stig veitt. Stigakeppnir  með sama sniði verða einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaunin. Þrjú bestu mót hvers þáttakanda gilda. Hin mótin í sumarmótaröðinni eru Mjóddarmótið, Árbæjarsafnsmótið og Borgarskákmótið.

- Auglýsing -