Stórmeistarinn og Íslandsmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2603) er kominn áfram á Heimsbikarmótinu í skák. Hann lagði í dag hvít-rússneska stórmeistarainn Kirill Stupak (2485) í bráðabana.

Hjörvar hafði hvítt í fyrri skákinni og beitti aftur kóngspeðinu og var reiðubúinn með vopn gegn franskri vörn Stupak. Hjörvar vann góðan sigur eftir að Stupak fór ansi illa með tímann sinn.

Í seinni skákinni var Hjörvar í töluverðum vandræðum en sýndi mikla þrautseigju og barðist frábærlega og var búinn að snúa taflinu sér í vil. Heimasíða mótsins segir að síðasta skákin hafi endað með jafntefli en Hjörvar er með kolunnið tafl í lokastöðunni

Þessi úrslit þýða að Hjörvar mætir í 2. umferð rússneska stórmeistaranum Maxim Matlakov (2688)

Bráðabani dagsins, með skýringum Ingvars.

Skákir dagsins:

Taflið í 2. umferð fer á stað klukkan 12:00 eins og alla daga. Tefldar eru tvær kappskákir á miðvikudag og fimmtudag og ef leikar eru jafnir er teflt til þrautar í bráðabana á föstudaginn. Skákvarpið verður á sínum stað þar sem FIDE meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir gang mála með góðra hjálpa spekinga í spjallinu!

Í annarri umferð koma stóru nöfnin inn og heimsmeistarinn Magnus Carlsen mun hefja leik á morgun!

- Auglýsing -