Guðmundur Kjartansson er að tafli í Varsjá.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2517) teflir alþjólegu móti í Prag í Tékklandi. Hann er í miklu stuði og hefur hlotið 4½ að loknum 5 umferðum og er efstur. Í gær vann hann tékkneska FIDE-meistarann Daniel Kozusek (2327).

Um er að ræða 10 manna lokaðan flokk. Meðalstigin eru 2388 skákstig og er Hannes stigahæstur keppenda.

Guðmundur Kjartansson (2496) teflir á minningarmóti um Najdorf sem fram fer í Varsjá í Póllandi.

Gummi vann pólska skákmann með 2150 skákstig í gær og hefur 3½ vinning eftir 5 umferðir. Hann er í 17.-37. sæti.

Um er að ræða 174 manna flokk og er Guðmundur níundi í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -