Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2603) mætir Maxim Matlakov (2688) í 2. umferð (128 manna úrslitum) Heimsbikarmótsins í skák. Fyrri skákin hófst núna kl. 12 og hefur Hjörvar svart.

Tefldar eru tvær kappskákir í dag og á morgun og ef leikar eru jafnir er teflt til þrautar í bráðabana á laugardaginn.

Skákvarpið er á sínum stað þar sem FIDE meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir gang mála með góðra hjálpa spekinga í spjallinu!

Skákvarpið

Í annarri umferð koma stóru nöfnin inn og heimsmeistarinn Magnus Carlsen hóf leik í dag. Levon Aronian þurfti að hætta við þátttöku þegar hann greindist með Covid í Sochi.

- Auglýsing -