Fullt hús Símon Þórhallsson við upphaf sjöundu umferðar. — Morgunblaðið/Helgi Ólafsson

Í keppni áskorendaflokks á Skákþingi Íslands 2021 sem nú stendur yfir er keppt um tvö sæti í landsliðsflokki á næsta ári. Þetta mót kemur á góðum tíma fyrir þátttakendur sem eru 33 talsins því 26. ágúst nk. hefst hið sameinaða Reykjavíkurskákmót og Evrópumót einstaklinga sem var fyrirhugað á síðasta ári en var frestað. Vonandi boða þessi mót eðlilegra ástand á næstu misserum. Þegar litið er yfir þátttakendalistann blasir við að nokkrir keppenda eiga fullt erindi í landsliðsflokkinn en athyglin beinist nú að Akureyringnum Símoni Þórhallssyni sem eftir sigur á Pétri Pálma Harðarsyni í sjöundu umferð hefur unnið allar skákir sínar og spurningin snýst um það hvort hann vinni mótið með fullu húsi. Staða efstu manna eftir skákir fimmtudagskvöldsins var þessi: 1. Símon Þórhallsson 7 v . (af 7) 2. Stefán Bergsson 5 ½ 3.- 5. Birkir Ísak Jóhannsson, Lenka Ptacnikova og Pétur Pálmi Harðarson 5 v.

Margar skemmtilegar skákir hafa litið dagsins ljós en sú allra fjörugasta var tefld í fimmtu umferð þegar þeir mættust, Gauti Páll Jónsson og hinn 13 ára gamli Ingvar Wu Skarphéðinsson. Slíkar glæringar eru sjaldséðar. Vissulega lagði Gauti Páll mikið undir en það er nú einu sinni hans stíll, en Ingvar Wu bægði öllum atlögum frá af öryggi og var kominn með unnið tafl en steig þá feilspor eitt og Gauti gat snúið taflinu sér í vil en valdi í staðinn erfitt endatafl sem honum tókst þó að halda:

Skákþing Íslands 2021, áskorendaflokkur:

Gauti Páll Jónsson – Ingvar Wu Skarphéðinsson

Frönsk vörn

1.e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Re4!?

Sjaldséður leikur.

5. Rxe4 dxe4 6. Rh3 b6 7. Bb5+ c6 8. Bc4 Bb7 9. O-O c5 10. Bg5 Dxd4 11. De2 Rc6 12. Had1 Dxe5 13. f4 Dc7 14. f5!?

Hann gat undirbúið þetta með því að leika 14. c3 fyrst og valda d4-reitinn.

14. … Rd4 15. Hxd4 cxd4 16. Bb5+ Bc6 17. fxe6 f6

18. Hxf6!

Um annað er ekki að ræða.

18. … gxf6 19. Dh5+ Kd8 20. Bxf6+ Be7 21. Bxh8 d3!

Snjall millileikur sem opnar ýmsar línur.

22. Be5?

Missir þráðinn. Best var 22. cxd3 og staðan er í jafnvægi.

22. … Db7 23. Bxc6 Dxc6 24. Dxh7 Dc5+ 25. Rf2 dxc2 26. Dg8+ Bf8 27. e7+

Spilar út síðasta trompinu en svartur getur einfaldlerga leikið 27. … Kxe7! sem vinnur létt t.d. 28. Dg5+ Ke6 29. Df6+ Kd5 o.s.frv.

27. … Kd7 28. exf8(R)!+ Hxf8 29. Dg4+ Kd8 30. Dg5+ Kc8

Svartur átti í vandræðum með skákirnar en gat leikið kónginum að drottningunni, t.d. 30. … Kd8 31. Dg5+ Kd7 32. Dg4+ Ke7 33. Dg5+ Ke6 og vinnur.

31. Dg4+ Kb7 32. Dxe4+ Ka6 33. Da4+ Kb7 34. De4+ Dc6 35. Dxc6+ Kxc6 36. Rd3 Kd5

37. Rb4+?

Hann þurfti að finna h6-reitinn til þess að snúa taflinu við, 37. Bg7! og síðan – Bh6 þaðan sem biskupinn valdar c1-reitinn.

37. … Kxe5 38. Rxc2 Hd8 39. Re1!

Slóttugur varnarleikur en hvíta staðan er samt töpuð eftir 39. … Ke4! o.s.frv.

39. … Hd1? 40. Kf2 Hd2+ 41. Ke3

Þar sem ekki gengur að leika 41. … Hxb2 vegna 42. Rd3+ og hrókurinn fellur hefur hvítur unnið tvö tempó og á nú góða jafnteflismöguleika.

41. … Hd7 42. g4 Kf6 43. Rf3 He7+ 44. Kf4 He2 45. h4 Hxb2 46. h5 Hxa2 47. g5+ Kg7 48. Rd4 Ha4 49. Ke5 Ha5+ 50. Kf4 Ha4 51. Ke5 Ha5+ 52. Kf4 Ha4

– og hér var jafntefli samið.

Skákþættir Morgunblaðsins birtast á Skák.is viku síðar en í blaðinu sjálfu. Þessi skákþáttur birtist 14. ágúst 2021. 

- Auglýsing -