Norðurlandamót ungmenna í skák fer fram í Þórshöfn, Færeyjum dagana 10.-12. september. Íslensku fulltrúarnir á mótinu eru 10 talsins.
A flokkur:
Vignir Vatnar Stefánsson (2383)
Hilmir Freyr Heimisson (2286)
B flokkur:
Kristján Dagur Jónsson (1785)
Benedikt Þórisson (1636)
C flokkur:
Benedikt Briem (1950)
Gunnar Erik Guðmundsson (1836)
D flokkur:
Mikael Bjarki Heiðarsson (1522)
Tómas Möller (1402)
E flokkur:
Guðrún Fanney Briem (1230)
Jósef Omarsson (1218)
Fararstjóri hópsins er Björn Ívar Karlsson.

Keppendur gista, og tefla, á Hotel Føroyar við góðar aðstæður.

Hópurinn millilenti í Kaupmannahöfn og nýtti biðina til stúderinga.
Hópurinn millilenti í Kaupmannahöfn og nýtti biðina þar til stúderinga.
Mótsstjórinn viðkunnalegi, Finnbjorn Vang, dregur um liti í fyrstu umferð ásamt sænska stórmeistarnum Stellan Brynell.
Mótsstjórinn viðkunnalegi, Finnbjorn Vang, dregur um liti í fyrstu umferð ásamt sænska stórmeistarnum Stellan Brynell.

Dagskrá mótsins á íslenskum tíma:
10. sept.
1. umferð kl. 09:00
2. umferð kl. 15:00
11. sept.
3. umferð kl. 09:00
4. umferð kl. 15:00
12. sept.
5. umferð kl. 09:00
6. umferð kl. 15:00

Beinar útsendingar eru fyrirhugaðar frá öllum skákum mótsins.

Heimasíða mótsins

Beinar útsendingar

Mótið á chess-results

Skák.is mun fylgjast vel með mótinu og flytja reglulegar fréttir.

- Auglýsing -