Dagur Arngrímsson átti mjög góða spretti á mótinu Mynd: Heimasíða mótsins

Sveit Taflfélags Reykjavíkur vann 4-2 sigur á makedónska skákklúbbnum Gostivar í gær. Oleksandr Sulypa, Margeir Pétursson og Alexander Oliver Mai unnu sínar skákir.

Ingvar Þór teflir fyrir TR. Mynd: Heimasíða mótsins.

TR hefur 2 stig ásamt Skákfélagi Selfoss og nágrennis sem tapaði fyrir afar sterkri rússneskri sveit. Róbert Lagerman (2300) var með góð úrslit í gær þegar hann gerði jafntefli við rússneskan stórmeistara.

SA-maðurinn Símon Þórhallsson teflir með Víkingaklúbbnum sem lánsmaður. Mynd: Heimasíða mótsins.

Víkingaklúbburinn tapaði með minnsta muni, 2,5-3,5 fyrir norska klúbbnum Bærum Schakelskap. Símon Þórhallsson vann sína skák.

Þriðja umferð hefst kl. 13 í dag. Aðeins SSON verður í beinni útsendingu. Selfyssingar mæta Bærum-sveitinni og geta hefnt Víkinganna.

TR mætir austurrísku sveitinni Raika Rapid Feddernitz og Víkingar mæta De Sprenger Echternach frá Lúxumborg.

- Auglýsing -