Gauti og TR við setningu mótsins. Mynd: Heimasíða mótsins.

EM taflfélaga hófst í gær í Struga í Makedóníu. Þrjú íslensk skákfélög taka þátt auk þess sem Henrik Danielsen teflir fyrir danska klúbbinn Xtracon. Skákfélag Sefloss og nágrennis (SSON) hóf mótið með 6-0 stórsigri á sænska klúbbnum Pelaro Alingsas.

Bæði Taflfélag Reykjavíkur og Víkingaklúbburinn töpuðu stórt fyrir sterkum andstæðingum. Hjá TR náðu Guðmundur Kjartansson og Alexander Oliver Mai jafntefli gegn mun stigahærri andstæðingum.

Henrik Danielsen vann sína skák fyrir Xtracon-klúbbinn frá Köge.

Önnur umferð hefst núna kl. 13.

SSON fær næststigahæstu sveit mótsins og verður sú viðureign í beinni í dag.

TR og Víkingaklúbburinn mæta sveitum sem eru stigalægri en þær. Þær viðureignir  verða ekki í beinni.

 

- Auglýsing -