Vignir og Hjörvar mætast í úrslitaskák á morgun.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2597) og Vignir Vatnar Stefánsson (2383) unnu báðir sínar skákir í áttundu og næstsíðustu umferð Haustmóts TR sem fram fór í gær. Hjörvar vann Benedikt Briem (1950) en Vignir lagði Sævar Bjarnason (2048). Önnur skák Vignis í gær sem fyrr um daginn gerði jafntelfi við Tiger Hillarp Persson! Hjörvar hefur fullt hús en Vignir hefur 7½ vinning. Vignir hefur hvítt í lokaumferðinni og þarf sigur til að vinna mótið

Lenka Ptácníková (2127) er í þriðja sæti með 5 vinninga eftir sigur á Magnúsi Pálma Örnólfssyni (2211).

Lokaumferðin fer fram á morgun og hefst kl. 18:30.

Opinn flokkur

Ekki er spennan minni í opnum flokki. Þar eru Jóhann H. Ragnarsson (1912I og Arnar Milutin Heiðarsson (1916) efstir með 6½ vinning. Jóhann Jónsson (1778) er þriðji með 6 vinninga.

Mótið á Chess-Results.

Heimasíða TR.

- Auglýsing -