Kampakátir í Kjarvalsstofu Tiger Hillarp Persson, skákdómarinn Kristján Örn Elíasson og Vignir Vatnar Stefánsson. — Morgunblaðið/SÍ.

Vignir Vatnar Stefánsson (2399) og Tiger Hillarp Persson (2521) gerðu jafntelfi í þriðju skák einvígis þeirra í Kjarvalsstofu í gær. Sænski stórmeistarinn hafði hvítt og komst lítt áfram gegn alþjóðlega meistaranum unga. Var jafntefli samið eftir 36 leiki.

Lokaskák einvígisins verður tefld í dag og þá hefur Vignir hvítt. Tiger þarf sigur til að tryggja sér jafntefli í einvíginu.

Skáksamband Íslands stendur fyrir einvíginu í góðri samvinnu við Skákskóla Íslands, Skákdeild BreiðabliksSkákfélag Akureyrar og Vinnustofu Kjarvals.

 

- Auglýsing -