Guðmundur að tafli í Fagranesi. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2433) er í 16.-27. sæti með 3 vinninga eftir 5 umferðir á alþjóðlega mótinu í Fagranesi í Noregi.

Guðmundur tapaði fyrir tyrkneska stórmeistaranum Vahap Sanal (2585) í fimmtu umferð sem fram fór í gær.

Í sjöttu umferð sem fram fer í dag mætir hann ungum norskum skákmanni Aksel Bu Kvaløy (2275) sem er aðeins 13 ára.

68 keppendur taka þátt í efsta flokknum og þar á meðal eru 11 stórmeistarar.  Guðmundur er tólfti í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -