FIDE-meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2253) hefur byrjað afar vel á alþjóðlega unglingamótinu í Uppsölum í Svíþjóð. Hann hefur fullt hús eftir þrjár umferðir. Í gær vann hann Svíana William Olsson (2352) og Axel Falkevall (2276).

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2399) er í 2.-3. sæti með 2½. Í seinni skák gærdagsins vann hann FIDE-meistarann Jakub Kusa (2303).  Alexander Oliver Mai (2049) er í 17.-22. sæti með 1½ vinning.

Fjórða umferð fer fram í dag og hefst kl. 11. Hilmir teflir þá við alþjóðlega meistarann og skákmeistara Svíþjóðar, Jung Min Seo (2456). Vignir teflir við sænska alþjóðlega meistarann, og félagsmann TG, Milton Pantzar (2413). Alexander teflir við Kusa.

Alls taka 38 skákmenn þátt í mótinu. Vignir er fjórði í stigaröð keppenda, Hilmir er nr. 19 og Alex nr. 28.

- Auglýsing -