Hjörvar Steinn að tafli fyrir Ísland.

Stórmeistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson (2577) tapaði fyrir kasakska  stórmeistaranum Rinat Jaumabayev (2658) í 4. umferð FIDE Grand Swiss mótinu í Riga í Lettlandi í gær. Hjörvar tefldi vel og byggði upp vinningsstöðu. Hann missti hins vegar þráðinn í flækjum í tímahrakinu og lék skákinni niður í tap. Svekkjandi en nú liggur þetta bara upp á við!

Fimmta umferð fer fram í dag og hefst kl. 12 (vetrartími kominn í Evrópu). Hjörvar teflir við hinn og efnilega aserska stórmeistaraa Aydin Suleymanli (2541).

Franski stórmeistarinn Alireza Foruzja (2770) er efstur með 3½ í opnum flokki. Hin kínverska Lei Tingjie (2505) er efst í kvennaflokki.

108 keppendur taka þátt í opna flokknum og þar af eru 107 stórmeistarar! Hjörvar er nr. 96 í stigaröð keppenda sem segir margt um styrkleika mótins.

- Auglýsing -