Carlsen og Nepo við töfludráttinn. Mynd: heimasíða FIDE.

Heimsmeistareinvígi Norðmannsins Magnúsar Carlsen og Rússans Ian Nepomniachtchi hefst á morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arbísku furstadæmunum.

Tefldar verða 14 skákir og stendur einvígið til 14. desember nema að til þess komi að annarhvor nái 7½ vinningi áður 14 skákum er lokið. Verði jafnt 7-7 verður teflt til þrautar 15. desember með skemmri umhugsunartíma.

Í gær var dregið um liti. Rússinn fær hvítt í fyrstu skákinni. Allar skákir mótsins hefjast kl. 12:30 á íslenskum tíma.

Magnús Carlsen þykir mun sigurstranglegri en það má alls ekki vanmeta Rússann sem hefur oft náð góðum úrslitum gegn heimsmeistaranum.

Ýmsar leiðir til að fylgjast með einvíginu. Hér að neðan er bent á þrjá möguleika. Tenglum til að fylgjast með verður bætt við. Að sjálfögðu er svo hægt að fylgjast með í gegnum norska ríkissjónvarpið (NRK) fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri stöð.

- Auglýsing -