Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – fer fram í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11 laugardaginn 11. desember nk. Mótið hefst kl. 13.
Flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar taka þátt. Tímamörkin eru 3+2 og tefldar eru 10 umferðir.
Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að hafa mótið opið fyrir alla. Þess í stað er miðað við að u.þ.b. 40 keppendur taki þátt. Verði samkomutakmörkunum breytt fyrir mótsbyrjun kann fyrirkomulaginu að vera breytt.
Keppnisrétt hafa:
- Skákmenn með meira með 2200 hrað- og/eða kappskákstig
- Kvennalandsliðskonur
- U25-landsliðshópurinn
- Íslandsmeistarar í eftirfarandi aldursflokkum (y65, u22, u16, u14, u12)
- Átta-tíu efstu keppendur á 2000-móti TR (opið fyrir alla) sem fram fer miðvikudaginn, 8 desember og falla ekki undir liði 1-4
SKRÁNING
Skráning fer eingöngu fram á Skák.is (guli kassinn til hægri). Skráningu lýkur miðvikudaginn, 8. desember kl. 16:00 fyrir þá sem uppfylla skilyrði 1-4.
AÐALVERÐLAUN
- 100.000 kr.
- 60.000 kr.
- 50.000 kr.
- 30.000 kr.
- 20.000 kr.
Séu tveir eða fleiri jafnir í efsta sætinu verður stigaútreikningur* látinn ráða Íslandsmeistaratitlinum. Verðlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu. Aðeins verða veitt verðlaun til fimm efstu manna eftir stigaútreikning.
AUKAVERÐLAUN
- Besti árangur miðað við eigin skákstig
- Kvennaverðlaun
Nánari útfærsla á aukaverðlaunum væntanleg.
Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Þar sem áhorfendur verða ekki leyfilegir á skákstað verður boðið upp á beinar útsendingar.
FYRRI SIGURVEGARAR
- 2020 – Hjörvar Steinn Grétarsson
- 2019 – Jón Viktor Gunnarsson og Helgi Áss Grétarsson
- 2018 – Jóhann Hjartarson
- 2017 – Hannes Hlífar Stefánsson
- 2016 – Jóhann Hjartarson
- 2015 – Þröstur Þórhallsson
- 2014 – Héðinn Steingrímsson
- 2013 – Helgi Ólafsson
- 2012 – Bragi Þorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
- 2011 – Henrik Danielsen
- 2010 – Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson
- 2009 – Héðinn Steingrímsson
- 2008 – Helgi Ólafsson
- 2007 – Héðinn Steingrímsson
- 2006 – Helgi Áss Grétarsson
- 2005 – Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
- 2004 – Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson
*Mótsstig reiknast svo
- Buchols -1
- Buchols
- Sonneborn-Berger
- Innbyrðis úrslit
- Flestir sigrar