Tveir íslenskir skákmenn, Vignir Vatnar Stefánsson (2496) og Hilmir Freyr Heimisson (2323) taka þátt í Copenhagen Chess Challenge sem hófst í gær í Ballerup. Þeir tefldu saman og gerðu jafntefli í hörkuskák.
Í dag eru tefldar tvær umferðir og hófst sú fyrri kl. 8. Vignir mætir danska FIDE-meistaranum Nicolai Kvist Brondt (2242) og Hilmir við danska alþjóðlega meistarann Filip Boe Olsen (2407).
Í síðari umferð dagsins teflir Vignir úkraínska stórmeistarann Dmitri Komarov (2493) og Hilmir við þýska FIDE-meistarann Jonas Hacker (2396).
Meðalstigin í flokknum eru 2496 skákstig. Um er að ræða túrbó-mót sem teflt er á fimm dögum.
Skák.is mun einnig fylgjast með ævintýrum nágrannanna Stefáns Bergssonar og Gauta Páls Jónssonar sem í morgun hófu taflmennsku á mótinu Kronborg Chess Open.