Gauti Páll Jónsson (2036) hlaut 4 vinninga í 6 skákum á HSG-mótinu í skák sem lauk í gær. Gautinn endaði í 13. sæti en hann var 43. í stigaröð mótsins.

Prýðisframmistaða hjá Gautunum en frammistaðan samsvaraði 2226 skákstigum og hækkar hann um 26 stig fyrir hann.

Stefán Steingrímur Bergsson (2112) hlaut 5 vinninga í sjö umferðum á alþjóðlegu mót í Rínarlandi á Þýskalandi.

Stefán vann alla þá stigalægri sem hann mætti en tapaði fyrir hinum stigahærri. Frammistaðan samsvaraði 2204 og hækkar Stefán um 22 stig fyrir hana.

Stigaveisla í Arnarhlíðinni.

Þremur umferðum er lokið á Teplice Open í Tékklandi. Lenka Ptácníková (2120) hefur 1½ vinning. Gerði í dag jafntefli við við slóvasíska alþjóðlega meistarann Stefan Mazur (2437). Adam (1742) og Jósef Omarssynir (1546) hafa 1 vinning og hafa báðir náð góðum úrslitum gegn stigahærri keppendum.

Hilmir Freyr Heimisson (2351) og Alexander Oliver Mai (2183) hófu í gær þátttöku á alþjóðlegu móti í Feneyjum. Báðir töpuðu þeir fyrir sterkum andstæðingum í fyrstu umferð. Tvær umferðir fara fram í dag.

 

 

 

- Auglýsing -