Duda vann Fabi í gær. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Staða Ian Nepomniachtchi (2766) er afar sterk að lokinni 10. umferð áskorendamótsins í skák sem fram fór í gær í Madrid. Rússinn gerði jafntefli við Aserann Teimor Radjabov (2753). Hann hefur nú 1½ vinnings forskot á næstu menn.

Það eru Fabiano Caruana (2783) sem tapaði fyrir Jan-Kryzsztof Duda (2750), Ding Liren (2806) sem vann Richard Rapport (2764) og Hikaru Nakamura (2760) sem lagði Alireza Firouzja (2793) að velli.

Ellefta umferð af fjórtán fer fram í dag. Nepo mætir Firouzja. Annað sæti getur verið gríðarlega mikilvægt ef Magnús Carslen gefur frá sér til réttinn til að tefla heimsmeistaraeinvígið að ári sem er eitthvað sem hefur margoft ýjað að.

Sjá nánar frétt á Chess.com.

 

- Auglýsing -