Helgi Áss vann í fyrstu umferð.

Sex íslenskir skákmenn taka þátt í alþjóðlegri í skákhátíð í Budejovice í Tékklandi sem hófst í gær. Hannes Hlífar Stefánsson (2541) teflir í SM-flokki, Helgi Áss Grétarsson (2472) teflir í AM-flokki. Hilmir Freyr Heimisson (2281), Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2244), Alexander Oliver Mai (2159) og Birkir Ísak Jóhannsson (2131) tefla í opnum flokki.

SM-flokkur

Hannes Hlífar  tapaði í fyrstu umferð.

Tíu skákmenn taka þátt og eru meðalstigin 2487 skákstig. Hannes er þriðji í stigaröð keppenda.

Chess-Results

AM-flokkur

Helgi Áss  vann í fyrstu umferð.

Tíu skákmenn taka þátt og eru meðalstigin 2335 skákstig. Helgi Áss er stigahæstur keppenda.

Chess-Results

Opinn flokkur

Alexander Oliver, Hilmir Freyr, Aleksandr unnu í fyrstu umferð. Birkir Ísak tapaði.

111 skákmenn frá 18 löndum taka þátt og þar af 2 stórmeistarar og 3 alþjóðlegir meistarar.

Chess-Results

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -