Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður þjóðarinnar, Geir Rögnvaldsson er eini nýliðinn og Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Jósef Omarsson hækka mest á stigum frá síðasta lista.
Topp 20
Hjörvar Steinn Grétarsson (2563) er stigahæsti skákmaður landsins. Í næstu sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2541) og Henrik Danielsen (2521). Sex stigahæstu skákmenn landsins hafa upphafsstafinn H!
Mestu hækkanir
Geir Rögnvaldsson (1583) er eini nýliðinn á stigalistanum. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (+60) og Jósef Omarsson (+60) hækka mest. Adam, bróðir Jósefs, er þriðji (+52)
Eftirtaldir hækka um 20 stig eða meira
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Vignir Vatnar Stefánsson (2461) er stigahæsta ungmenni landsins sem fyrr. Í næstu sætum eru Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2244) og Benedikt Briem (2223).
Topp 10