Helgi Áss að tafli í Budejovice. Mynd: Heimasíða mótsins.

Það gekk ekkert sérstaklega vel í áttundu og næstsíðustu umferð alþjóðlegu skákhátíðarinnar í Budejovice  í gær. Þrjú jafntefli og þrjú töp komu í hús. Birkir Ísak gerði jafntefli við stigaháan andstæðing. Lokaumferðin hefst kl. 8.

SM-flokkur

Hannes Hlífar Stefánsson (2541) tapaði fyrir slóvasíska alþjóðlega meistaranum Samir Sahidi (2462). Hannes hefur 3½ vinning.

Tíu skákmenn taka þátt og eru meðalstigin 2487 skákstig. Hannes er þriðji í stigaröð keppenda.

AM-flokkur

Helgi Áss  Grétarsson (2472) gerði jafntefli við indverska skákmeistarann Shah Dev (2292). Helgi hefur 5 vinninga.

Tíu skákmenn taka þátt og eru meðalstigin 2346 skákstig. Helgi Áss er stigahæstur keppenda.

Opinn flokkur

Birkir Ísak Jóhannsson (2131) og Hilmir Freyr Heimisson (2281) gerðu jafntefli í gær en nafnarnir Alexander Oliver Mai (2159) og Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2244) töpuðu.

Birkir er efstur íslensku keppendanna með 5½ vinning. Aleksandr og Hilmir hafa 5 vinning og Alexander Oliver hefur 4½ vinning

111 skákmenn frá 18 löndum taka þátt og þar af 2 stórmeistarar og 3 alþjóðlegir meistarar.

Heimasíða mótsins

Solta Open

Stefán Bergsson (2134) vann sína aðra skák í röð í gær. Stefán hefur 4½ eftir 7 umferðir.

 

- Auglýsing -