„Einvígi aldarinnar“ 50 ára!

Kötlusetur fagnar þessum tímamótum með skáksýningu og hraðskákmóti við opnun! Mýrdalurinn, grösugur og hlýr, býður skákáhugafólk hjartanlega velkomið!

Opnunarhátíð sýningarinnar hefst kl. 14:00 í Kötlusetri. Þar mun Guðmundur G. Þórarinsson ávarpa gesti og Friðrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga og fyrrverandi forseti FIDE segja nokkur orð um upphaf skáklistarinnar. Ljúfir tónar og léttar veitingar í boði.

HRAÐSKÁKMÓT!

Fyrsta hraðskákmót Kötluseturs verður sett kl. 15:30 og er það unnið í samvinnu við Skákskóla Íslands. Mótstjóri er Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskólans. Keppt verður í Skaftfellingsskemmu við hlið heillaskipsins Skaftfellings og auk heiðursins að verða fyrsti hraðskákmeistari Kötluseturs þá eru veglegir vinningar í boði: Gisting á svæðinu og máltíðir hjá Súpufélaginu, Suður-Vík og Halldórskaffi, ullarvörur frá Katla Wool, eldheit upplifun hjá Lava Show og fleira.

Keppt er í barna, unglinga og fullorðinsflokki og er SKRÁNING ÖLLUM OPIN hjá Kötlusetri / info@vik.is

Verðlaun: 

  • Gisting á Hótel Vík í Mýrdal fyrir 2 og líkast til máltíðir á tengdum veitingarstöðum.
  • Máltíð á Súpufélaginu fyrir 2
  • Máltíð á Black Crust Pizzeria fyrir 2 x2
  • Fjölskyldumiðar (4x) með heimsókn á bak við tjöldin hjá Lava Show x3 (fyrir fyrstu sætin)
  • 2x miðar hjá Lava Show x3 (fyrir 2 sætin)
  • Ullarteppi, ullarhúfa og vettlingar frá Prjónastofunni Kötlu
  • Pizzumáltíð fyrir 2 á Veitingarstaðnum Suður-Vík
  • Hamborgaraveisla fyrir 2 á Halldórskaffi
  • Bók Svavars Guðmundssonar Sjón þín, hugsun þín

Fullorðinsflokkur:

  1. sæti: 
  • Bikar + verðlaunapeningur
  • Gisting á Hótel Vík í Mýrdal fyrir tvo
  • Máltíð fyrir tvo á Súpufélaginu
  • Fjölskyldumiðar með heimsókn á bak við tjöldin hjá Lava Show (4 miðar fyrir sigurvegara)
  • Ullarteppi frá Katla Wool
  1. sæti
  • Verðlaunapeningur
  • Suður-Vík gjafabréf í 2 pizzur
  • 2 miðar í Lava Show
  • Bók Svavars og spil
  1. sæti
  • Verðlaunapeningur
  • Bók Svavars og spil

Unglingaflokkur 16 ára og yngri:

  1. sæti
  • Bikar og verðlaunapeningur
  • Máltíð fyrir tvo á Black Crust Pizzeria
  • Fjölskyldumiðar með heimsókn á bak við tjöldin hjá Lava Show (4x miðar fyrir sigurvegara)
  • Ullarhúfa og vettlingar frá Katla Wool
  1. Sæti 
  • Verðlaunapeningur Sokkar frá Katla Wool
  • Bók Svavars

3.sæti

  • Verðlaunapeningur
  • Bók Svavars

Barnaflokkur 10 ára og yngri:

1.sæti

  • Bikar og verðlaunapeningur
  • Fjölskyldumiðar Lava Show
  • Black crust pizza
  1. Sæti 
  • Verðlaunapeningur
  • Sokkar frá Katla Wool
  • Bók Svavars

3.sæti

  • Verðlaunapeningur
  • Bók Svavars

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera breytingar á tilhögun mótsins ef þurfa þykir.

- Auglýsing -