Séð yfir salinn. Mynd: Helgi Ólafsson.

Skákskóli Íslands hefur af og til haldið svokölluð kynslóðamót en tilgangur þessara móta er að gefa ungum skákmönnum, sem hyggja á þátttöku á erlendum vettvangi,  kostur á að tefla við nafntogaða meistara af eldri kynslóðinni. Fjórir stórmeistarar: Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stedfánsson, Guðmundur Kjartansson og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova mættu til leiks að þessu sinni. Fyrir liggur að Íslendingar munu senda fjölmarga skákmenn á EM ungmenna í Tyrklandi og á HM 20 ára og yngri í Sardiníu og var mótið einkum tileinkað þeim sem þar tefla.

Matthías Björgvin og Guðrún Fanney eigast við. Fjær tefla Stephan Briem, Gunnar Erik og Lenka Ptacnikova. Mynd: Hól

Sl. laugardag var fyrsta kynslóðamótið eftir Covid haldið í húsnæði Skákskólans og voru tefldar hraðskákir með tímamörkunum 4 2. Þátttakendur voru 22 talsins og tefldu allir við alla í tveim riðlum, 12 og 10 manna.

Guðmundur Kjartansson og Jóhann Hjartarson tefldu æsispennandi hróksendatafl. Adam Omarsson og Dagur Ragnarsson sitja við hlið þeirra. Mynd: Hól

Áður en mótið hófst hélt Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskólans erindi um hróksendatafl sem kom upp á millisvæðamótinu í Portoroz árið 1958 milli Friðriks Ólafssonar og Mikhael Tal. Friðrik var heiðursgestur samkomunnar ásamt Guðmundi G. Þórarinssyni, sem var forseti SÍ meðan „Einvígi aldarinnar“ var haldið hér á landi sumarið 1972.

Birkir Hallmundarson og Birkir Ísak háðu harða baráttu. Mynd Hól.

Í  spjalli um endataflið barst umræðan að niðurstöðum Vasilí Smyslovs og Levinfish í frægri bók um hróksendatöfl og að hróksendatafli sem Bobby Fischer háði við Svetozar Gligoric í áskorendamótinu 1959. Samtal sem Friðriks átti við Fischer eftir skákina og rataði síðar í bókina  „My 60 memorable games“ leiddi til þess að Fischer eyddi um kvöldið mörgum klukkutímum í rannsóknir á hróksendatöflum – og lærði mikið. Friðrik minntist einnig á annað svipað endatafl sem hann vann gegn Spánverjanum Medina á alþjóðlega skákmótinu í Las Palmas árið 1978.

Benedikt Þórisson og Gunnar við taflið. Mynd: Hól

Hraðskákmótið fór vel og fram og var talsvert um óvænt úrslit.

- Auglýsing -