Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2452), gerði jafntefli við enska alþjóðlega meistarann Jonah B Willow (2385) í sjöundu umferð Hit Open í Nova Gorcia í Slóveníu í gær.
Vignir hefur 5 vinninga og er í 3.-9. sæti. Áttaunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag og þá teflir Vignir við þýska FIDE-meistarann Jasper Hotel (2406).
98 keppendur frá 23 löndum taka þátt í flokki Vignis. Þar á meðal 9 stórmeistarar. Vignir er níundi í stigaröð keppenda. Mótið fer fram 16.-22. september.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar Hefjast flestar kl. 15
——

Jósef Omarsson tekur þátt í HM ungmenna (u12) sem fram fer í Batumi í Georgíu 16.-27. september.
Hann gerði jafntefli við skákmann frá Mongólíu í 5. umferð í gær og hefur 2 vinninga.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 11)
- Auglýsing -