Áskell Örn Kárason að tafli í Drammen. Mynd: Morthen Auke.

Sjötta og síðasta umferð Haustmóts SA var tefld í gær og fóru leikar svona:

Sigurður-Áskell    0-1
Andri-Sigþór       1-0
Stefán-Elsa        0-1
Hilmir-Damian      1-0
Valur-Brimir       0-1
Tobias-Alexía      1-0

Lokastaðan:
Áskell Örn Kárason          5,5
Andri Freyr Björgvinsson    5
Elsa María Kristínardóttir  4
Sigurður Eiríkisson         3,5
Hilmir Vilhjálmsson         3,5
Stefán G Jónsson            3
Tobias Matharel             3
Brimir Skírnisson           3
Sigþór Árni Sigurgeirsson   2,5
Damian Jakub Kondracki      1,5
Valur Darri Ásgrímsson      1,5
Alexía Lív Hilmisdóttir     0

Þetta er fjórði meistaratitill Áskels. Hann vann haustmótið fyrst árið 1979, fyrir 43 árum!
Andri missti naumlega af sínum fjórða titli í röð; hann mátti sætta sig við jafntefli við Áskel eftir að hafa haft betri stöðu og eftir jafntefli hans við Sigurð í fjórðu umferð var róðurinn þungur. Elsa stóð vel fyrir sínu; tapaði fyrir tveimur efstu mönnum en vann aðra. Hún hækkaði mest allra keppenda á stigum.
Þeir bekkjarbræður Tobias og Brimir þurfa að tefla til úrslita um meistartitilinn í yngri flokki (f. 2007 og síðar). Það einvígi verður til lykta leitt nk. fimmtudag.

Öll úrslit og staðan á Chess-results.

Heimasíða SA.

- Auglýsing -