Bragi Þorfinnsson hafði mikla yfirburði á mótinu.

Stórmeistararnir Bragi Þorfinnsson (2408) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) gerðu jafntefli í níundu og síðustu umferð Haustmóts TR í gær. Bragi vann því mótið með algjörum yfirburðum. Hlaut 8½ vinning í umferðunum níu. Hjörvar varð annar og Alexander Oliver Mai (2135) þriðji og jafnframt skákmeistari TR í fyrsta sinn!

Úrslit 9. umferðar

 

Lokastaðan

 

Opinn flokkur

Ingvar Wu Skarphéðinsson (1927) og Jóhann Arnar Finnsson (1869) urðu efstir og jafnir með 7½ vinning. Ingvar hafði sigurinn eftir þrefaldan oddastigaútreikning og fær því keppnisrétt í a-flokki að ári. Matthías Björgvin Kjartansson (1494) varð þriðji með 7 vinninga.

Lokastaða efstu manna

 

Stigabreytingar

Í a-flokki hækkaði Alex (+44) mest. Aðrir sem hækkuðu um meira en 10 stig voru Benedikt (+25), Björn Hólm (+20) og Bragi (+13).

Í b-flokkaði hækkaði Matthías (+144) mest. Aðrir sem hækkuðu um meira en 10 stig voru Iðunn (+56) Ingvar Wu (+40), Jóhann Arnar (+22) og Gunnar Erik (+12).

- Auglýsing -