Nakamura á Mön. Mynd: John Saunders.

Í gær lauk fyrri aukakeppninni á LiChess um sæti á Heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák. Hikaru Nakamura vann Andrey Esipenko í úrslitum og hefur því tryggt sér keppnisrétt í Reykjavík!

Þar með er ljóst hverjir sex af átta keppendum mótsins verða. Það eru:

  1. Wesley So – heimsmeistari í Fischer-slembiskák
  2. Magnús Carlsen – heimsmeistari í skák
  3. Hjörvar Steinn Grétarsson – val skipuleggjenda
  4. Vladimir Fedoseev – undankeppni á Chess.com
  5. Matthias Bluebaum – undankeppni á Chess.com
  6. Hikaru Nakamura – undankeppni á LiChess
  7. Skýrist 1. október – undankeppni á LiChess
  8. Skýrist 2. október – val forseta FIDE

Síðari undankeppnin á LiChess klárast næstu helgi. Þar eru fjórir keppendur eftir og þar á meðal Anish Giri og Nodirbek Abdusattorov.

Mótið fer fram á Hótel Natura (ekki Parliament Hotel – verður ekki tilbúið í tíma) dagana 25.-30. október.

Sem fyrr auglýsa mótshaldarar eftir sjálfboðaliðum. 

- Auglýsing -