Íslenska liðið sem vann sigur í gær! Mynd: Lisseth Acevedo Mendez.

Í gær fór fram Norðurlandariðill ChessKid European Team Festival. Þátt tóku fjögur lið; Danmörk, Noregur og Svíþjóð ásamt Íslendingum.

Teflt var efstir útsláttarkeppni á Chess-Kid skákþjóninum.

Hvert lið skipa fjórir krakkar, tvær stúlkur og tveir strákar. Krakkarnir koma úr fjórum mismunandi aldursflokkum, u8, u10, u12 og u14. Það er því ákveðin kúnst að velja liðið því ekki er hægt að velja stúlku og strák úr sama aldursflokki.

Íslenska liðið mætti sveit Norðmanna í fyrstu umferð og vann sannfærandi 6-2 sigur. Á sama tíma lögðu Svíar Dani að velli.

Svíar og Íslendingar mætust því í undanúrslitum og var sú viðureign æsispennandi. Fyrri viðureigninni lauk með sigri Íslendinga með minnsta mun, 2½-1½. Seinni viðureignin var ekki síður spennandi og um tíma stefndi í tap Íslendinga. Birkir Hallmundarson náði hins vegar óvænt jafntefli manni undir og niðurstaðan 4-4. Þá var komið að bráðabana og þar voru reglurnar þannig að ein hraðskák væri tefld á u14-borðinu. Þá skák vann Mikael Bjarki Heiðarsson örugglega.

Ísland kemst því úrslitakeppnina sem fram fer í desember ásamt öðrum níu liðum.

Allir íslensku krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði.

Lið Íslands skipuðu

  • u14: Mikael Bjarki Heiðarsson
  • u12: Guðrún Fanney Briem
  • u10: Birkir Hallmundarson
  • u8: Margrét Einarsdóttir
Krakkarnir að tafli í gær. Mynd: LAM

Kristófer Gautason hélt utan um undirbúninginn en Lisseth Acevedo Mendez var liðsstjóri á skákstað. Krakkarnir og þau fá miklar þakkir fyrir!

Anna Cramling var skákskýringar. Gunnar Björnsson stóð vaktina með henni á meðan Ísland mætti Noregi.

- Auglýsing -