Dagur Ragnarsson vann Stephan Briem í gær. Mynd: IEB

FIDE-meistarinn, Dagur Ragnarsson (2349), er efstur með 4½ vinning eftir 5 umferðir á Skákþingi Kópavogs sem fram fer um helgina. Gunnar Erik Guðmundsson (1828), Vignir Vatnar Stefánsson (2469) og Guðmundur Kjartansson (2452) eru í 2.-4. sæti með 4 vinninga.

Sjötta og næstsíðasta umferð hefst núna kl. 11. Þá mætast annars vegar Dagur og Guðmundur og hinsvegar Vignir og Gunnar Erik.

Lokaumferðin hefst kl. 17. Teflt er í Smáranum og eru áhorfendur velkomnir að kíkja við.

 

- Auglýsing -