Seinni undanrásir fyrir Íslandsmótið í Fischer-slembiskák fara fram í kvöld klukkan 20.00 á Chess.com.

Um er að ræða síðustu tvö sætin í úrslitakeppninni sem fer fram um helgina.

Úrslitakeppnin fer fram á Center Hotels við Ingólfstorg laugardag og sunnudag, leikar hefjast 14.00 báða dagana.

Keppendalisti eins og staðan er núna í úrslitum:

1. GM Helgi Áss Grétarsson (boð Chess After Dark)
2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (boð Chess After Dark)
3. GM Jóhann Hjartarson (boð Chess After Dark)
4. IM Vignir Vatnar Stefánsson (boð Chess After Dark)
5. IM Jón Viktor Gunnarsson (boðssæti SÍ)
6. Annað boðssæti SÍ?
7. FM Sigurbjörn Björnsson (fyrri undanrásir)
8. GM Þröstur Þórhallsson (fyrri undanrásir)
9. Fyrsta sæti í seinni undanrásum á Chess.com?
10. Annað sæti í seinni undanrásum á Chess.com?

Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 10+5

Tengill á mótið: https://www.chess.com/play/tournament/3548832…

Skráning hefst klukkutíma fyrir mót.

Keppendur verða að „joina“ klúbbinn Team Iceland, linkur hér: https://www.chess.com/club/team-iceland…

Chess After Dark verður með beina útsendingu ásamt þeim Hjörvari Steini og Ingvari Þór, útsending hefst rétt fyrir mót. Linkur hér: https://www.twitch.tv/chessafterdark.

Að seinni undanrásum loknum munu CAD bræður draga í töfluröð fyrir helgina.

Hvetjum alla til að taka þátt!

- Auglýsing -