Íslandsmótið í Fischer-slembiskák fer fram um helgina, um er að ræða samstarfsverkefni á milli Chess After Dark og Skáksambands Íslands.

Mótið fer fram á Center Hotels við Ingólfstorg.

Tíu keppendur taka þátt og tefla allir við alla.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og loftslagsmálaráðherra setur mótið og leikur fyrsta leiknum.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

Laugardagur 26.nóvember:

1-5 umferð, leikar hefjast 14:00

Sunnudagur 27.nóvember:

5-9 umferð, leikar hefjast 14:00

Að lokinni níundu og síðustu umferð fer útsláttarfyrirkomulag í gang sem er eftirfarandi:

Fyrsta og fjórða sætið mætast í þremur skákum, þar sem fyrsta sætið fær tvo hvíta – ef jafnt í því einvígi, þá ein Armageddon skák þar sem hærra sætið fær að velja lit.

Annað og þriðja mætast sömuleiðis í þremur skákum, þar sem annað sætið fær tvo hvíta – ef jafnt í því einvígi, þá ein Armageddon skák þar sem fyrsta sætið fær að velja lit.

Sama fyrirkomulag í úrslitum og um þriðja sætið.

Tímamörk um helgina eru 15 mínútur + 5 sek á leik.

ATH: Keppendur fá 5 mínútur fyrir hverja skák til að skoða stöðuna.

Bein útsending verður frá mótinu í umsjón Ingvars Þórs Jóhannessonar.

Eftirfarandi keppendur eru skráðir til leiks.

 • AM Vignir Vatnar Stefánsson (2382)
 • FM Dagur Ragnarsson (2248)
 • SM Hjörvar Steinn Grétarsson (2520)
 • SM Þröstur Þórhallsson (2492)
 • FM Alexandr Domalchuk-Jonasson (2200)
 • AM Jón Viktor Gunnarsson (2409)
 • Örn Leó Jóhannsson (2169)
 • SM Helgi Áss Grétarsson (2365)
 • FM Sigurbjörn Björnsson (2357)
 • SM Jóhann Hjartarson (2468)

Pörun fyrir fyrstu umferð:

 • Vignir Vatnar – Jóhann Hjartarson
 • Dagur Ragnarsson – Sigurbjörn Björnsson
 • Hjörvar Steinn – Helgi Áss
 • Þröstur Þórhallsson – Örn Leó
 • Aleksandr Domalchuk – Jón Viktor

Chess After Dark hvetur skákmenn til að kíkja á skákstað og fylgjast með mótinu!

Chess results linkur: http://chess-results.com/tnr700410.aspx?lan=1&art=2&flag=30

- Auglýsing -