Fyrsti leikurinn Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ lék fyrsta leikinn á Skákhátíð Fulltingis fyrir Baldur Kristinsson sem tefldi við Jóhann Hjartarson. Jón Þorvaldsson aðskipuleggjandi mótsins fylgist með. — Ljósmynd/Jóhann H. Ragnarsson

Haustið 1970 að afloknu Ólympíumíotinu í Siegen í V-Þýskalandi settust við taflið á hótelherbergi í borginni Bobby Fischer og fremsti skákmaður Svía, hinn 19 ára gamli Svíi Ulf Andersson. Skákin var tefld á vegum sænska dagblaðsins Expressen og fyrir viðvikið fékk Fischer greitt þrjú þúsund dali sem reiknast uppá ca. 23 þús. dali. Næstu mánuði var skákin sýnd á síðum blaðins – einn leikur á dag! Sumir hafa haldið því fram að Andersson, sem tapaði skákinni, hafi orðið svo hrifinn af taflmennsku Fischers sem hóf skákina á því að leika, 1. b2-b3, að hann hafi síðar tekið upp hið svonefnda „broddgaltarafbrigði“ sem var afar vinsælt allan áttunda áratuginn. En málið var ekki alveg svo einfalt því það var fyrst og femst nýstárleg uppstilling Fischers á kóngsvængnum sem heillaði menn, g2-g4, Hg1, Hg3 og síðan Ha-g1. Skákin var ekki meðal þekktustu viðureigna Fischers og yfirleitt var það talið bera vott um mikinn „skákkúltúr“ að þekkja til hennar.

Fátt fór framhjá hinum unga Magnúsi Carlsen þegar hann var að viða að sér þekkingu í byrjun ferilsins. Í dag hefur þessi mikli afreksmaður sýn yfir alla skáksöguna og áðurnefndri skák skaut augljóslega upp í huga hans þegar staðan fór að taka á sig mynd í skákinni við 1. borðs manns Usbeka í 4. umferð HM í at-skák á dögunum. Norðmaðurinn vann báða titlana og er því þrefaldur heimsmeistari. Hann byrjar í dag að tefla á stórmótinu í Wijk aan Zee.

HM í atskák, Almaty Kazakstan 2022

Magnus Carlsen – Nodirbek Abdusattorov

Larsens byrjun

1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. e3 Rf6 4. Rf3 Bd6 5. c4 O-O 6. d3 He8 7. a3 a5 8. Be2 Bf8 9. O-O d5 10. cxd5 Rxd5 11. Rbd2 f6 12. Dc2 Bf5 13. Hfe1 Bg6 14. g4 15. Kh1 Had8 16. Re4 Kh8 17. Had1 Bf7 18. Hg1 Rb6 19. Hg3 a4 20. bxa4 Ra5 21. Hdg1 Bd5?

Missir af eina tækifæri sínu í skákinni, 21. … Rxa4 og svarta staðan síst lakari.

22. g5 f5

23. Rc3

Góður leikur en ekki sá besti. 23. Rf6! vinnur en afbrigðin eru of flókin fyrir lítinn tíma.

23. … Bc6 24. e4! Rxa4 25. Rxa4 Bxa4 26. Dc3 Rc6 27. g6 Rd4

 

 

 

28. Rg5!

(STÖÐUM 2)Bráðsnjallt.

28. … Rxe2 29. Rf7+ Dxf7

Eða 29. … Kg8 30. Dc4! Rxg3+ 31. Hxg3 De6 32. gxh7+ Kxh7 33. Rg5+! og vinnur.

30. gxf7 Rxc3 31. fxe8=D Bxe8 32. Bxc3 Bg6 33. exf5 Bxf5 34. Bxe5 Bxd3

 

 

(STÖÐUMY 3)
35. Hxg7!

– Glæsilegur lokahnykkur. Eftir 35 … Bxg7 36. Hxg7 ræður svartur ekki við hótun um fráskák.

Mikil þátttaka á Skákþingi Reykjavíkur og Skákhátíð Fulltingis

Mikil þátttaka er á tveim stærstu innanlandsmótum vetrarins, Skákþingi Reykjavíkur sem hófst sl. sunnudag og Skákhátíð Fulltingis sem hófst í Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ á mánudaginn. Á Skákþingi Reykjavíkur eru keppendur 56 talsins og bar það helst til tíðinda sl. miðvikudag að Jóhann H. Ragnarsson vann Vigni Vatnar Stefánsson með tilþrifum í 40 leikjum.

Á Skákhátíð Fulltingis er teflt í tveim styrkleikaflokkum. Það er Jón Þorvaldsson sem er aðal skipuleggjandi mótsins og er keppendalistinn sem endranær glæsilegur. Teflt er einu sinni í viku. Lögmannsstofan Fulltingi er nýr aðili í skákmótahaldi. Það kom fram í máli Jóns að forsvarsmenn Fulltingis tóku vel í beiðni um kostun og vísuðu til þess að í skáklistinni felist mannrækt og mikilvægt menningarframlag.

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku eftir að þeir birtast í Morgunblaðinu. Skákþáttur þessi birtist 14. janúar 2023

- Auglýsing -