Anish Giri vann Ding Liren í gær. Mynd: Lennart Ootes/Tata Steel Chess Tournament 2023

Nodbirek Abdusattorov (2713) mátti teljast lánsamur að halda jafntefli gegn Vincent Keymer (2696) í níundu umferð Tata Steel-mótsins sem fram fór í gær. Úsbekinn ungi er efstur með 6½ vinning. Anish Giri (2764) vann Ding Liren (2811), sem virðist ekki finna sig á mótinu, hausinn kannski annars staðar, er annar með 6 vinninga. Wesley So (2760) er þriðji með 5½ vinning.

Magnús Carlsen (2859) gerði jafntefli við Gukesh (2725) og þar með virðist útséð um að hann nái að blanda sér í baráttuna um toppsætið. Hann hefur 5 vinninga og er 4.-7. sæti.

Tíunda umferð fer fram í dag. Úsbekinn ungi teflir við Ding, Giri mætir So og Carlsen sest andspænis Maghsoodloo (2719).

Nánar á Chess.com.

Áskorendaflokkur

Tyrkinn Mustafa Yilmaz (2609) er efstur með 6½. Í 2.-4. sæti með 6 vinninga eru Úsbekinn ungi, Javokhir Sindarov (2654), Serbinn Velimir Ivic (2585) og Þjóðverjinn Alexander Donchenko (2627).

- Auglýsing -