Nodbirek Abdusattorov (2713) mátti teljast lánsamur að halda jafntefli gegn Vincent Keymer (2696) í níundu umferð Tata Steel-mótsins sem fram fór í gær. Úsbekinn ungi er efstur með 6½ vinning. Anish Giri (2764) vann Ding Liren (2811), sem virðist ekki finna sig á mótinu, hausinn kannski annars staðar, er annar með 6 vinninga. Wesley So (2760) er þriðji með 5½ vinning.
Magnús Carlsen (2859) gerði jafntefli við Gukesh (2725) og þar með virðist útséð um að hann nái að blanda sér í baráttuna um toppsætið. Hann hefur 5 vinninga og er 4.-7. sæti.
♟| Giri wins and comes closer to Abdusattorov’s lead, who drew his game against Keymer. Meanwhile Wesley So also drew his game against Maghsoodloo and sticks to 3rd place in the Tata Steel Masters. #TataSteelChess pic.twitter.com/KBV8k9uOtg
— Tata Steel Chess (@tatasteelchess) January 24, 2023
Tíunda umferð fer fram í dag. Úsbekinn ungi teflir við Ding, Giri mætir So og Carlsen sest andspænis Maghsoodloo (2719).
Áskorendaflokkur
Tyrkinn Mustafa Yilmaz (2609) er efstur með 6½. Í 2.-4. sæti með 6 vinninga eru Úsbekinn ungi, Javokhir Sindarov (2654), Serbinn Velimir Ivic (2585) og Þjóðverjinn Alexander Donchenko (2627).
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 13:15)