Á Skákdegi Íslands, þann 26. janúar, ætlar Skákdeild Breiðabliks í samstarfi við Skákskóla Íslands og SÍ að halda skákmót fyrir börn og unglinga f. 2007 og yngri.
Mótið verður haldið í matsal Álfhólsskóla (fyrrverandi Hjallaskóli). Skipt eftir getu og aldri.
1.-3. bekkur – kl. 14:15-15:15
A – Peðaskák fyrir áhugasama óreynda keppendur í 1.-3. bekk
B – 1. Bekkur miðað við að kunna mannganginn og að máta
C – 2.-3. bekkur miðað við að kunna mannganginn og að máta
4.-10. bekkur – kl. 15:30-17:00
D – Stigalausir keppendur í 4.-7. bekk
E – Stigalausir keppendur í 8.-10. bekk og allir keppendur með skákstig minna en 1300, óháð aldri
F – Keppendur með skákstig 1300 eða meira
Medalíur og verðlaun fyrir efstu sætin, glaðningur fyrir alla keppendur.
Umferðafjöldi 3-5, umhugsunartími 5-7 mínútur, allt eftir fjölda keppenda.
Skráning á skak.is fyrir kl. 20:00 á þriðjudag 24.janúar 2023
Upplýsingar hjá Lenku: lenkaptacnikova@yahoo.com
Hlökkum til að sjá ykkur! 😊
Skákdeild Breiðabliks
Skráningarform
Þegar skráðir keppendur