Arnar Milutin hefur byrjað afar vel á mótinu. Mynd: Þórir Benediktsson.

Fimmtu umferð Skákþings Reykjavíkur lauk í kvöld en ekki tókst að klára umferðina á sunnudaginn vegna óveðurs. Ekki var ferðafært fyrir alþjóðlega meistarann Davíð Kjartansson (2293) yfir Hellisheiðina frá Hveragerði. Svo fór að Davíð, sem var efstur fyrir umferðina ásamt Arnari Milutin Heiðarssyni (2032) tapaði í kvöld þessari frestuðu skák gegn Aleksandr Domalchuk-Jonassyni (2352).

Hálfs vinnings yfirseta Arnars (2032) dugði því honum til að verða einn efstur. Ástæða Arnars fyrir yfirsetunni var heldur betur góð því hann stýrði Lindaskóla til sigurs á NM barnaskólasveita um helgina.

Úrslit 4. umferðar

Arnar hefur 4½ vinning. Sjö skákmenn hafa 4 vinninga svo mótið er heldur betur jafnt.

Staðan

Sjötta umferð fer fram annaðkvöld. Þá var Arnar erfitt verkefni en hann mætir alþjóðlega meistaranum Vigni Vatnari Stefánssyni (2458). Aleksandr teflir við nafna sinn Alexander Oliver Mai (2119) og Davíð mætir Benedikt Briem (2100).

Pörun 6. umferðar má finna á Chess-Results.

- Auglýsing -