Nodbirek Abdusattorov (2713) hefur hálf vinnings forskot á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee þegar 11 umferðum af 13 er lokið. Hann gerði jafntefli við helsta keppinaut sinn Anish Giri (2764) í gær. Parham Maghsoodloo (2719) vann Praggnanandha (2696) en öðru skákum lauk með jafntefli. Þar með talið skák Magnúsar Carlsen (2859) og Wesley So (2760) sem eru í 3.-4. sæti.
♟| @PMaghsoodloo ends up as the only winner in round 11 of the Masters. @NodirbekGM stays ahead of the pack with two rounds to go! #TataSteelChess pic.twitter.com/1vSXY92aV8
— Tata Steel Chess (@tatasteelchess) January 27, 2023
Tólfta og næstsíðasta umferð fer fram í dag. Þá mætir Abdusattorov So, Giri teflir við landa sinn Jorden Van Foreest (2681), og Carlsen leiðir riddara sína saman við Pragga.
Áskorendaflokkur
♟| Alexander Donchenko beats Tabatabaei to once again take the sole lead in the Challengers! #TataSteelChess pic.twitter.com/XbEIzwQ60b
— Tata Steel Chess (@tatasteelchess) January 27, 2023
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 13:15)