Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. mars. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins. Hrafn Oddsson er stigahæstur nýliða. Einn elsti „nýliði“ sögunnar en Hrafn er fæddur 1945! Sigurður Páll Guðnýjarson hækkaði mest frá febrúar-listanum.
Topp 20
Hjörvar Steinn Grétarsson (2538) er venju samkvæmt stigahæsti skákmaður landsins. Í næstum sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2510) og Héðinn Steingrímsson (2503)
Nýliðar og mestu hækkanir
16 nýliðar eru á listanum nú og minnist ritstjóri þess ekki að hafa séð jafn háa tölu yfir nýliða sem segir margt um gróskuna sem nú er í íslensku skáklífi.
Hrafn Oddsson (1597) er stigahæstur nýliða. Í næstum sætum eru Helgi Valur Björnsson (1558) og Ingi Hafliði Guðjónsson (1478).
Sigurður Páll Guðnýjarson (+174) hækkar mest frá janúar-listanum. Í næstum sætum Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson (+102) og Ketill Sigurjónsson (+75)
Eftirtaldir hækka um 30 stig eða meira
Stigahæstu ungmenni (u20) landsins
Vignir Vatnar Stefánsson (2461) er stighæsta ungmenni landsins. Í næstum næstum er Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2318) og Stephan Briem (2142).
Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson (1844) kemst í fyrsta skipti á topp 10.
Reiknuð skákmót
Til kappskákstiga voru eftirfarandi mót reiknuð
- Skákþing Reykjavíkur
- Skákhátíð Fulltingis (a-flokkur, 4.-7. umferð og b-flokkur, 4.-6. umferð)
- Skákþing Akureyrar
- Skákþing Vestmannaeyja
- Skákþing Goðans
- Skákmót öðlinga (1-2. umferð)
- Bikarsyrpa TR III
Hér má sjá öll íslensku mótin sem reiknuð voru til stiga 1. mars.